145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:27]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Eftir þetta stutta innlegg hæstv. utanríkisráðherra í umræðuna … (Utanrrh.: Það var mjög gott innlegg.)— Að mati ráðherra var þetta mjög gott innlegg. (Gripið fram í.) En þegar ég hugsa til síðasta kjörtímabils kemur upp í huga mér ágætismálsháttur sem er svona: Skítur nú sú hænan sem engan hefur rassinn.

Hv. þingflokksformaður Framsóknarflokksins spyr: Hvenær verður umræðu um fjárlög og fjáraukalög lokið? (Gripið fram í.) Það verður þegar ríkisstjórn sér að sér gagnvart þeirri árás sem hún beitir sér fyrir gagnvart öldruðum og öryrkjum. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa örorkubætur, óskertar örorkulífeyrisgreiðslur, hækkað um 10 þús. kr. eftir skatt, úr 162 þús. kr. upp í 172 þús. kr. Við erum að tala um (Gripið fram í.) að afturvirk hækkun eigi að verða hjá þeim eins og öllum öðrum, sem þýðir þá 17 þús. kr. hækkun fyrir skatt, sennilega um 12 þús. kr. eftir skatt. (Forseti hringir.) Það er nú allt sem það snýst um. Og það er þessi árás þessarar ríkisstjórnar (Forseti hringir.) sem telur sig hafa fundið breiðu bökin við fjárlagagerðina og nýtir sér það nú að ráðast á þá. (Forseti hringir.)

Virðulegi forseti. Meðan þessu verður ekki breytt verður örugglega rætt áfram bæði um fjárlög og fjáraukalög. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (VigH: … hænan sem skerti þetta á síðasta kjörtímabili.)