145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:15]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, ég er enginn 100% maður og ætli það sé nokkurt okkar þegar grannt er skoðað. Nú veit ég að hv. þingmaður hefur nýlega sótt fund jafnaðarmanna í Evrópu þar sem m.a. þessi mál hafa eflaust verið rædd. Hann vísaði áðan í ræðu sinni og andsvörum til viðbragða í Bretlandi, þeirra sem þar halda um stjórnvölinn sem er breski Íhaldsflokkurinn, þau virðast vera að herðast hvað þetta snertir.

Kennir hann einhverra breytinga í pólitísku landslagi hvað þessi viðhorf snertir og endurómunina sem við heyrðum hjá fjármálaráðherra bæði hér á þingi og í útvarpi um helgina?