145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:51]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að vona að hv. þingmaður hafi rétt fyrir sér um muninn á þessu tvennu en vek þó athygli á því að þrátt fyrir óbeitina í garð Ríkisútvarpsins af hálfu forustumanna stjórnarliðsins og forustumanna fjárlaganefndar hefur myndast einróma sammæli allra flokka í stjórn Ríkisútvarpsins um stuðning við Ríkisútvarpið. En það virðist vera þannig og við erum að sjá það hér að forusta stjórnarflokkanna í fjárlaganefnd virðist hafa meiri áhrif en ráðherrarnir að þessu leyti, stjórna meiru en þeir og jafnvel ganga áherslur hennar í málefnum Ríkisútvarpsins framar skýrum loforðum menntamálaráðherra landsins. Hún er meira að segja tekin við fagurfræðilegri byggingarstjórn og ýmsum öðrum slíkum þáttum.

Maður hlýtur þess vegna að spyrja sig: Hvar er hausinn og hvar er skottið á þessu dýri sem stjórnarmeirihlutinn er?