145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:58]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það stemmir ekki að verið sé að þrengja að þessum stofnunum eins og umboðsmanni Alþingis sem sinnir mjög góðu starfi. Ég held að flestir ef ekki allir séu sammála um það, kannski ekki allir en mjög margir og þar með talið ég. Hins vegar skiptir auðvitað máli að það sé alveg skýrt hvað t.d. Ríkisendurskoðun gerir og hvað umboðsmaður Alþingis gerir og ég held að allir séu inni á því og ég held báðar stofnanir líka án þess að hafa fengið það skriflegt frá báðum.

En mér finnst það gott að þetta liggur fyrir, það er þá alveg skýrt að hv. þingmaður er ósáttur við það fyrirkomulag sem er í Salahverfinu og er ósammála forustumönnum Landspítalans varðandi það að fara í blandaða fjármögnun, það er bara þannig. Ég geri enga athugasemd við það þótt hv. þingmaður sé ósammála mér.

Varðandi Ríkisútvarpið þá er ég sammála fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og það er ekkert leyndarmál.