145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:11]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er gott að það kom þó fram að hv. þingmaður er á móti tillögu sinni um að opna nýtt sendiráð í Frakklandi. Hann er á móti því. Hér kom það fram. Þetta er mjög merkilegt. En samt styður hann þetta, samt gerir hann breytingartillögu. Það er mjög merkilegt.

Hvað varðar hinar stofnanirnar ætla ég ekki að ræða þær á þessari mínútu. En að lokum fór hv. þingmaður í talnaleikfimina sem ég gerði að umtalsefni í byrjun, þar sem stjórnarliðar halda því fram að aukning til Landspítalans sé 30% frá 2013. Það er rangt og ég fór lið fyrir lið í gegnum það hvernig það er rangt sett fram. Nákvæmlega það sama kom svo núna, að bætur almannatrygginga hefðu hækkað um 27 milljarða á þessu kjörtímabili.

Virðulegi forseti. Það er töluverður fjöldi Íslendinga sem tekur lífeyri eldri borgara og örorku (Forseti hringir.) og annað slíkt, en þessar tölur, (Forseti hringir.) þetta sjónarspil sem kom þarna fram hjá hv. þingmanni er notað til að (Forseti hringir.) afvegaleiða umræðuna vegna þess að menn (Forseti hringir.) eru í raun og veru með allt niður um sig gagnvart (Forseti hringir.) þessum málaflokki. Hættið þessu nota bene.