145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:24]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem eiginlega til að leita ásjár hjá hæstv. forseta um það hvernig við getum hrint í framkvæmd þeim markmiðum sem hv. þingmaður er að tala um, þ.e. að hækka fljótt og vel laun til aldraðra og öryrkja til samræmis við lægstu laun upp í 300 þús. kr. á miðju ári 2018. (Forseti hringir.)

Virðulegi forseti. Það er mjög mikilvægt …

(Forseti (ValG): Hv. þingmaður, hér er verið að ræða efnislega.)

Ég er að ræða um fundarstjórn forseta, ég er að ræða það hvernig við getum komið því fyrir hér (Forseti hringir.) á þessu kvöldi og því sem er eftir í umræðum …

(Forseti (ValG): Hv. þm. Kristján L. Möller, þér eruð í efnislegri umræðu.)

Nei, ég er að tala um það hvernig við getum komið því fyrir að hv. þingmaður komi á mælendaskrá og ræði þetta við okkur þannig að við getum gert það á þann hátt sem fundarsköp segja til um í ræðu og við getum þá komið í andsvör á eftir. Ég sagði í upphafi að þetta væri kærkomið tækifæri, loksins þegar hv. þingmaður kemur í ræðustól.