145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:22]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég verð að taka undir orð hv. þm. Katrínar Jakobsdóttur sem gerði rétt í þessu athugasemdir við fundarstjórn forseta. Það er að sjálfsögðu mjög alvarlegt hversu mikil togstreita er á milli stjórnarflokkanna og ráðamannanna sem þar eru. Það hefur þýtt að mjög mikilvæg mál hafa ekki ratað hingað inn þannig að við erum með mjög stór göt og gloppur í fjárlögunum og í loforðasúpunni sem voru forsendur kjarasamninga.

Mér finnst alveg ótrúlegt að þingmenn meiri hlutans átti sig ekki á því hversu alvarleg staðan er. Mér finnst jafnframt alveg ótrúleg veruleikafirringin sem braust úr munni hæstv. forsætisráðherra í dag. Það var með ólíkindum.