145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:29]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég komst ekki hjá því að taka eftir því að hv. þm. Karl Garðarsson var nokkuð sár yfir því að ræða hans þætti ekki nógu markverð til að flytja hana að degi til. (Gripið fram í.) Ég skal með ánægju taka það upp í þingliðinu hjá okkur hvort eitthvert okkar geti ekki endurflutt ræðu hans hér á morgun í dagsbirtu svo að honum sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum. [Hlátur í þingsal.]

Um met verð ég nú að upplýsa hv. þingmann um að þessi umræða er langt í frá að vera met í lengd umræðu á Alþingi Íslendinga. Það er skrýtið með framsögumenn að halda að smástormur í vatnsglasi á Íslandi sé alltaf heimsmet. Lengsta ræðan í öldungadeild Bandaríkjaþings er til að mynda 27 klukkustundir. Þessi umræða er samanlagt af hálfu allra þingmanna á Alþingi Íslendinga orðin svona eins og nemur tveimur ræðum (Gripið fram í: Nema hvað?) á því ágæta þingi. Ég held að hv. þingmaður megi bíða dagana nokkra og jafnvel vikurnar eftir því að hér verði slegin einhver sérstök heimsmet í því efni.

Auðveldast væri náttúrlega að vísa málinu bara til fjárlaganefndar og láta hér nótt sem nemur. (Forseti hringir.)

Virðulegur forseti. Ég inni enn eftir því hvenær forseti hyggist ljúka fundi.