145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:40]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í staðinn fyrir að láta fólk tala hér út í myrkrið og inn í nóttina yfir tómum sal og sofandi áheyrendum, væri nú ekki skynsamlegra að gera hlé á umræðunni og gefa hv. fjárlaganefnd það svigrúm sem hún þarf augljóslega til að yfirfara tölur sínar og gögn og taka sönsum í þessari umræðu varðandi kjör aldraðra og öryrkja, varðandi fjárframlögin til Landspítalans, varðandi samgöngumálin, uppbyggingu ferðamannastaða, sóknaráætlanir og Ríkisútvarpið, allt það sem aflaga hefur farið í þessu fjárlagafrumvarpi, sem er ærið? Það væri full ástæða að gefa hv. fjárlaganefnd það svigrúm sem hún þarf augljóslega til að fara yfir þetta og taka sönsum.