145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:14]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þær prósentutölur sem þingmaðurinn kýs að tala um vegna þess að hann vill ekki nefna fjárhæðirnar sem vantar á Landspítalann, má að stærstu leyti rekja til launahækkana á kjörtímabilinu, launahækkana sem ríkissjóður hefur umtalsverðar beinar skatttekjur af, og síðan tekjur af veltusköttum og öðrum umfangssköttum í samfélaginu.

Það sem við erum að segja hér er einfaldlega að þegar góðærið er bullandi er ekki forsvaranlegt annað en að spítalinn fái þá fjármuni sem hann þarf til að standa undir þjónustu við þá sjúklinga sem honum er ætlað að þjóna. Ég held að það sé ekki flókin krafa. Og ef menn eiga ekki fyrir því þegar landsbankastjórinn lýsir því yfir að hér sé bullandi góðæri, hvernig verður það þá í hallæri, hv. þingmaður?