145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:23]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Klukkan er nú að ganga eitt og við erum komin vel inn í aðventuna. Það er alveg ljóst að enn er töluvert eftir af umræðuefni um fjárlög, enda hefur framsetning frumvarpsins verið með ólíkindum og margt við hana að athuga. Margir þingmenn hafa rökstutt það hér vel að rétt væri að málið færi aftur til nefndar og yrði fullbúið áður en 2. umr. lyki. Ef forseti vill ekki verða við þeirri ósk sem hefur verið borin fram hér allnokkrum sinnum þá vil ég spyrja forseta hvað hann hyggst halda þessum fundi lengi áfram. Það skiptir máli fyrir alla. Það samræmist góðum nútímasamskiptaháttum að við látum hvert annað vita hvað við séum að hugsa svo lengi sem við spilum ekki frá okkur öllum okkar dýrmætustu pólitískum spilum. (Forseti hringir.) Ég trúi því ekki að það sé þannig með forseta að stærstu trompin snúist um (Forseti hringir.) klukkan hvað þingfundi eigi að ljúka.