145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:24]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er orðinn, sýnist mér, 14 tíma vinnudagur. Getur það ekki verið? Við byrjuðum hálfellefu í morgun. Nú er klukkan hálfeitt. Þetta eru þá orðnir 14 tímar.

Ég er hress og kát kona en ég mundi segja ósatt ef ég segði: Já, ég vildi gjarnan vera hér mikið lengur.

Virðulegi forseti. Ég vil fara að komast heim til mín. Ég á að vera hérna aftur í fyrramálið kl. tíu eða hálfellefu, ég veit ekki hvort heldur er. Ég á eftir að halda aðra ræðu. Það er 20 mínútna ræða. Ég þarf tíma til að undirbúa hana og ég geri það ekki hérna í nótt. Ég fer fram á það, ekki bara mín vegna heldur vegna allra sem eru í salnum, að þessum fundi verði frestað innan tíu mínútna.