145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:32]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er eðlilegt að óska eftir því við forseta að hann upplýsi okkur um fyrirætlanir um fundarhöld fram í nóttina og ekki hægt að kreista út úr góðgjörnu og gáfuðu samstarfsfólki eins og hv. 3. þm. Reykv. n., Katrínu Jakobsdóttur, loforð um að endurtaka þá ómannlegu þrekraun sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hefur sýnt með því að vera hér á Alþingi lengur en elstu menn muna. (Gripið fram í.) Það á ekki að vera þannig að menn þurfi að vera hér áratugum saman til upplifa það að forseti upplýsi okkur um fyrirætlanir um þingstörfin. Við höfum verið reiðubúin til að greiða fyrir þingstörfum og við í stjórnarandstöðunni greiddum ekki atkvæði gegn kvöldfundi. En það er nú sjálfsögð kurteisi að láta vita hvernig áætlanir liggja fyrir um þinghaldið og inn í nóttin og fram til næsta morguns.