145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er sannast sagna svo hallærislegt að ég veit ekki almennilega hvert ég á að snúa mér. Það er okkur öllum til skammar, og náttúrlega fyrst og fremst forseta þingsins, að við stöndum hér, klukkan er að verða eitt og við fáum ekki að vita hvenær fundi á að ljúka hér. Þetta er eins og á barnaheimili (KaJúl: Þetta er verra.) og ekki einu sinni — þetta væri kallað ofbeldi ef börn væri beitt slíkri meðferð. Það er stundum svoleiðis að fólk er látið sitja og þá er það látið sitja vegna þess að verið er að semja. Það gerðist í París um daginn. Þá sátu menn alla nóttina í vaktaskiptum og þeir voru að semja. Hvað voru þeir að semja um? Þeir voru að semja um loftslagsáætlun og allir voru ánægðir og kátir. En við hér erum ekki að semja, nei, nei. Hér sitja einhverjir karlar og segja: Okkur kemur þetta ekki við, við ætlum ekki að gera neitt fyrir öryrkja. Við ætlum ekkert að gera fyrir Landspítalann. Talið þið bara og talið.

Forseti. Ég mótmæli þessu.