145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:39]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég er með þrjár spurningar til hæstv. forseta: Er einhvers konar starfsáætlun (Gripið fram í: Nei.) í gangi fyrir Alþingi? (Gripið fram í: Útrunnin.) (Gripið fram í: Ding.) Útrunnin. Ef hún er til eða í vinnslu einhvers staðar, gætum við þá fengið upplýsingar um slíkt? (Gripið fram í: Neeii.)

Þá vil ég í öðru lagi spyrja: Hvenær hyggst hæstv. forseti slíta þessum fundi og fresta umræðu um fjárlög?

Í þriðja lagi vil ég spyrja, því að hér hefst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd eftir innan við átta klukkustundir, hvort forseta finnist óþarfi að virða hvíldartíma alþingismanna. Í lögum fyrir launafólk er ákvæði um 11 tíma hvíldartíma og það má þá vera undanþága með átta tíma. (Forseti hringir.) Eru þessi lög okkur óviðkomandi og eru alþingismenn yfirmannlegir og þurfa ekki eðlilega hvíld að mati hæstv. forseta?