145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:49]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir að stjórnarandstaðan óskar eftir tvennu: Annars vegar að fá upplýsingar um hver vilji stjórnar þingsins er um lengd þingfundar og í öðru lagi er það skoðun okkar að það eigi að ljúka þessum fundi hið fyrsta.

Án þess að ég hafi nokkurt umboð til að segja slíkt býður mér í grun að það væri til málamiðlun og hún er sú að við höldum umræðunni áfram að því tilskildu að hér verði öll fjárlaganefnd til staðar, að hingað í salinn komi hæstv. heilbrigðisráðherra (Gripið fram í: Heyr, heyr.) til að ræða við okkur um Landspítalann og óskir okkar um 3 milljarða þar til viðbótar, að hingað til fundarins komi hæstv. menntamálaráðherra (Gripið fram í: Heyr, heyr.) og taki þátt í umræðu um Ríkisútvarpið, þá erum við tilbúin að vera hér til morguns. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) En að öðrum kosti á að slíta þessum fundi núna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)