145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:50]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Oft ratast hv. þm. Ögmundi Jónassyni satt á munn, eins og sagt er hjá okkur í VG, og hann hitti naglann á höfuðið þarna. Er ekki í lagi að kalla út aðra þingmenn og aðra hæstv. ráðherra við þessa umræðu? (Gripið fram í.) Er það ekki sjálfsagt? Ég treysti því að frú forseti geri skurk í því að kalla til og fylla salinn af þingmönnum og ráðherrum. Ég sé að hv. þingmaður og starfandi formaður þingflokks sjálfstæðismanna grípur um höfuðið, það er nú ekki svo slæmt að fá sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hingað á næturvakt með okkur að menn þurfi að halda um höfuð sitt.

En ég held að málið sé að ekki er hægt að ætlast til þess að við sem berum hag öryrkja og aldraðra fyrir brjósti stöndum hérna, guð má vita hvað, í alla nótt, þegar aðrir sem láta sér þau mál í léttu rúmi liggja, liggja heima í bæli.