145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:56]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. (Gripið fram í: Reyndu nú að toppa …) Að toppa menn, ég veit ekki hvor verður toppaður, (Gripið fram í.) hv. formaður eða starfandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins eða hæstv. forsætisráðherra hér í dag sem lýsti því yfir við öryrkja sem stóðu í mótmælastöðu fyrir utan Alþingishúsið að það yrði ekki orðið við kröfum þeirra að nokkru leyti. Hann beindi hins vegar orðum til þeirra sem hafa haldið uppi málstað þeirra í þingsalnum, sem eru þingmenn stjórnarandstöðunnar.

Hæstv. forseti. Ég óska eftir því að hæstv. heilbrigðisráðherra og hæstv. menntamálaráðherra komi hér til fundarins, það verði kannað hvort þeir geti komið til fundarins og tekið þátt í umræðu um Ríkisútvarpið annars vegar og um framlög til Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar hins vegar og það verði gerður frestur á þessum fundi þar til í ljós kemur hvort þeir geta mætt til fundarins. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)