145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:28]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Forseti upplýsti það af forsetastóli áðan að hann hefði gert ráðstafanir til að ráðherrar ríkisstjórnarinnar gætu verið hér við umræðuna með okkur. Ég vildi inna forseta eftir árangri af þeim leiðangri, hvort ráðherrarnir, aðrir en utanríkisráðherrann, séu komnir í hús til að taka þessa umræðu. En ef heimturnar úr ríkisstjórninni eru ekki meiri en en að það sé einn hér viðstaddur en hinir níu séu fjarverandi sé ég enga ástæðu til þess að halda umræðunni áfram. Ef ríkisstjórnin hefur ekki meiri áhuga en svo á því að ljúka málinu að hún treysti sér ekki til að koma til umræðu er rétt að halda umræðunni bara áfram á morgun þegar ráðherrarnir eru vaknaðir.