145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

orð þingmanns -- lengd þingfunda.

[10:45]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mig langar til að lesa færslu mína sem hv. þm. Jón Gunnarsson vísaði í:

Enginn núlifandi Íslendingur hefur gert eins mikið fyrir land og þjóð og Björk. Einhver karlangi sem reynir að gera — hver frussaði? (Utanrrh.: Ég.)Já, hæstv. ráðherra Gunnar Bragi frussaði í vandlætingu þegar ég sagði þetta, við skulum bara halda því til haga. — lítið úr henni verður bara sjálfum sér til skammar. Hann mun aldrei biðjast afsökunar á sínum dylgjum og mannvonsku. Ég þurfti að sitja við hliðina á honum í heilt ár og þurfti nánast að leita mér áfallahjálpar vegna dónaskapar hans enda er hann þekktur fyrir að tuddast áfram yfir allt og alla á þinginu. — Það vitum við öll. Hver hélt þinginu í gíslingu ítrekað á síðasta þingvetri? Ég er ekki að tala um síðasta kjörtímabil. — Þegar ég ferðast um heiminn þá vita allir hver Björk er og þekkja hennar verk og landið okkar út af tilveru hennar og margbrotnum verkum. Alla dreymir um að heimsækja landið sem skóp svo magnaðan listamann. (Forseti hringir.) Ég verð alltaf svo djúpt snortin þegar ég hlusta á tónlistina hennar. Þvílíkur listamaður og náttúrubarn.