145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:01]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa spurningu líka. Skuldaniðurfellingin var einfaldlega kosningaloforð ríkisstjórnarinnar. Við það var staðið. Það var gert af miklum myndarskap og ef heimilin eru ekki mikilvægustu innviðir þjóðarinnar veit ég ekki hvað eru mikilvægustu innviðirnir. Ef við höfum löskuð heimili verður samfélagið allt laskað, þannig að þrátt fyrir að auðvitað megi finna einhverjar brotalamir á slíkri stórri aðgerð held ég að í heildina, þar sem ég þekki til og þar sem ég hef fundið fyrir, hafi skuldaniðurfellingin skipt sköpum fyrir gríðarlega mörg heimili í landinu og gert margt heimilið að heimili aftur. Þetta var allt orðið rjúkandi rúst. Heimilin eru lykillinn að öflugri þjóð.