145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:06]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður brýnir raust sína og vill fá svör. Ég hef sagt það opinberlega að ég hafi séð eftir því að hafa sagt nei við tillögunni. Ég hef sagt það og ég segi það í þessum stól, ég sagði það í ræðu minni áðan. (Gripið fram í.) Ég hef sagt það að ég ætli að standa með þessu fólki. Það er alveg ljóst. Það er auðvitað ekki hægt fyrir mig núna, hér í þessum stól, að segja já við tillögu sem er kannski ekki komin fram. Ég er að segja að það sem við þurfum að gera er að skila þessu fólki til baka því sem það er að segja. Ég er algjörlega á sömu blaðsíðu og þið í því og vil fyrir alla muni tryggja þann frið sem við þurfum að gera við það fólk. Það er taktískt rangt hjá okkur að hafa ekki spilað betur úr þessari stöðu en við gerðum. Það er ég búinn að segja. (ÖS: … brjótast undan helsi …) Ég er ekki undir neinu helsi, ég mun standa algjörlega við mína eigin sannfæringu í þessu máli þegar kemur að því, algjörlega. Það er alveg sama hvaðan varðhundarnir koma í þennan sal, þeir munu ekki hafa nein áhrif á mig.