145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:09]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir spurninguna. Ég er bara ekki alveg með á nótunum í þessu máli, ég hef ekki kynnt mér sérstaklega þessa tillögu. Varðandi umboðsmann Alþingis er ljóst að það er mjög mikilvægt að hann hafi í starfi sínu og starfsemi svigrúm til að geta sinnt þeim verkefnum sem berast til hans og geti sent Alþingis skýrslur um það. En þær 15 milljónir sem þingmaður talar um, ég hef ekki kynnt mér það mál sérstaklega og get því ekki svarað því án þess að hafa gögnin fyrir framan mig.