145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:11]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda enn og aftur. Ég verð hreinlega að viðurkenna að ég heyrði kannski ekki nógu vel hvað þú sagðir í fyrri fyrirspurninni þegar þú varst að tala, þú talaðir svolítið lágt, en ég tek undir að það er gríðarlega mikilvægt að umboðsmaður Alþingis njóti fjárhagslegs öryggis og geti í störfum sínum sinnt þeim mikilvægu þáttum sem hann á að sinna og tek því undir með þér í því. Ég mun kynna mér skýrsluna.