145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:17]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég kem hér svo sannarlega sem varðhundur fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Ég ætla að leyfa mér að gera athugasemd við þá orðræðu sem átti sér stað í dag af hálfu hv. þm. Birgittu Jónsdóttur í garð hv. þm. Jóns Gunnarssonar. Ég geri það hér og nú með þeim orðum að ég mun sem formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins skrifa forseta þingsins bréf og óska eftir því að farið verði yfir þá orðræðu og þau orð sem viðhöfð voru um hv. þm. Jón Gunnarsson í pontu Alþingis í dag af hálfu hv. þm. Birgittu Jónsdóttur og að forseti kanni hvernig og hvort það sé siðferðilega rétt og siðlegt að þingmenn vitni með þeim hætti í og um þingmenn, hvort sem mönnum líkar við umræddan þingmann eður ei.