145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:28]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Því miður virðist hafa verið lesið of mikið út úr orðum hv. þm. Ásmundar Friðrikssonar. Það breytir því ekki að það hefur verið auðheyrt á þingmönnum nokkrum í dag að vilji þeirra er að koma til móts við aldraða og öryrkja. Sem betur fer svífur hugarfar hv. þm. Ásmundar Einars Daðasonar ekki yfir öllum vötnum, það er beinlínis sorglegt að heyra hvað sá ágæti maður er lítið sáttfús í því að koma til móts við þetta fólk í okkar landi sem við höfum skilið eftir þegar allir aðrir fá kjarabætur eftir á. Það finnst mér leiðinlegt að sjá, virðulegi forseti.