145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:05]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, það er alveg rétt, það virðist vera eins og að þau sem ráða hér ríkjum átti sig ekki á því að það kostar að lifa. Hv. þingmaður minntist á heilbrigðisþjónustuna sem aldraðir og öryrkjar þurfa því miður að nýta meira en við hin. Það er eitt sem ég tel að þurfi að skoða alveg sérstaklega, það er hversu mikið fólk er farið að greiða úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu og alls konar þjónustu. Gjöld voru hækkuð á hjálpartæki og það var hækkun á alls konar hluti við síðustu fjárlög. Ég held að það væri fróðlegt að fá gott yfirlit yfir það hvað við greiðum mikið úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu.