145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Við höfum dómstóla. Ef menn vilja láta menn sæta refsingum eða gera eitthvað slíkt þá þurfum við dómstóla. Umboðsmaður Alþingis er náttúrlega fyrst og fremst að fjalla um stjórnsýsluna og að hér sé rekin almennileg stjórnsýsla. Ég vil gera þá kröfu til þeirra sem gegna háum stöðum og í stjórnsýslunni að þau viti að þeim ber að hlusta á umboðsmann. Umboðsmaður er ekki refsing. Umboðsmaður er leiðbeining. Það sem umboðsmaður segir, álit hans, er leiðbeining en ekki refsing. Og þannig tel ég að þau sem starfa í stjórnsýslunni eigi að líta á álit umboðsmanns. Þau eiga að líta á það sem leiðbeiningu um hvernig menn geta rækt starf sitt betur en ekki sem refsingu við að þau hafi (Forseti hringir.) gert eitthvað rangt.