145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:52]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek sömuleiðis undir kröfu hv. þm. Ögmundar Jónassonar um að hæstv. heilbrigðisráðherra komi hingað, eigi við okkur orðastað, hlusti að minnsta kosti á það sem við höfum að segja og svari fyrir ýmsa hluti.

Ég vil líka minna á að ég óskaði eftir því að hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra hlýddi á mína ræðu. Ég þurfti þó að bregðast við og færa mig framar í röðinni þannig að ég skil að hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra hafi ekki áttað sig á því og hafi sennilega ætlað að hlusta á mig síðar í kvöld, en ég mun setja mig aftur á mælendaskrá því að ég óska eftir því að þegar ég ræði um Ríkisútvarpið og Þjóðskjalasafnið að nýju verði hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra í salnum.