145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:58]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir það með hv. samþingsmönnum mínum sem hafa talað að við fáum í hús hæstv. ráðherra menningarmála, félagsmálaráðherra og ekki síst heilbrigðisráðherra og einnig forustu fjárlaganefndar. Ég held að ég sé næst á dagskrá með ræðu og vildi gjarnan hafa forustu fjárlaganefndar í salnum. Þar sem klukkan er nú að fara að slá sjö held ég að skynsamlegt væri af hæstv. forseta að gera nú matarhlé og sjá til þess að þeir hæstv. ráðherrar sem óskað hefur verið eftir og forusta fjárlaganefndar hafi svigrúm til að koma í salinn, vera við umræðuna og blanda sér í hana fram undan.

Ég legg þetta til þar sem klukkan slær nú (Forseti hringir.) sjö.