145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:06]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er kannski ekki skrýtið að hæstv. ráðherrar vilji ekki láta sjá sig í þingsal og vilji fjarlægja sig þeirri erfiðu umræðu sem hefur verið þung. Þunginn hefur farið út í þjóðfélagið og fólk fylgist með því hvernig hv. þingmenn tala í þessari umræðu.

Það er mjög áberandi að forusta fjárlaganefndar hefur ekki verið í þingsal að fylgjast með umræðunni, ekki í dag og ekki sást mikið af henni í gær heldur, og ég skil það þannig að í ríkissjónvarpinu séu forustumenn fjárlaganefndar og forustumaður úr minni hluta fjárlaganefndar að ræða fjárlögin svo mér finnst einboðið að nú verði gert matarhlé og síðan geti þá forusta fjárlaganefndar (Forseti hringir.) verið við umræðuna í framhaldinu.