145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:03]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spurði hv. þm. Ögmund Jónasson áðan hvers vegna ekki hefði verið ráðist í að „af-oháeff-væða“ Ríkisútvarpið á síðasta kjörtímabili. Hann svaraði því þannig að það hefði einfaldlega ekki gefist tími til þess. Ég hlustaði á ræðu hv. þingmanns áðan og líkaði margt í þeirri ræðu, en mér fannst skjóta svolítið skökku við þegar hv. þingmaður sagði að hún hefði barist gegn því að þetta yrði að veruleika, en þurft svo að sætta sig við úrskurð Eftirlitsstofnunar ESA eða einhver tilmæli þaðan. En þau tilmæli, þ.e. þær athugasemdir lágu fyrir þegar Ríkisútvarpið var ohf.-vætt á sínum tíma. Ég vil spyrja hv. þingmann í ljósi þessa alls: Hefði ekki verið hægt að gera töluvert meira til þess (Forseti hringir.) að koma RÚV í betra ástand strax á síðasta kjörtímabili?