145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:07]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði með lögunum 2013 um Ríkisútvarpið þar sem samþykkt var að þessar tekjur ættu að vera markaðar, að minnsta kosti þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem voru við atkvæðagreiðsluna, ég ætla ekki að tala fyrir hv. þingmann. Þar kom fram að þessar tekjur ættu að vera markaðar. Eins og ég fór mjög vel yfir í ræðu minni voru mjög sterk rök fyrir því að taka þá mörkun, sem hæstv. þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lagði til 2007 að yrði afmörkuð í lögum, úr sambandi á neyðartímum í íslensku efnahagslífi. Það var hins vegar alveg á hreinu af minni hálfu að um leið og horft væri fram á jöfnuð í ríkisfjármálum væru engin málefnaleg rök fyrir því að hafa þessa mörkun ekki inni af þeim ástæðum sem ég fór ítarlega yfir í ræðu minni. Það gilda ákveðin sjónarmið um almannaþjónustumiðlana sem eiga kannski ekki endilega (Forseti hringir.) við um allar stofnanir ríkisins.