145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég er hjartanlega sammála þessu varðandi sálfræðiþjónustu í skólum. En komum þá að vinnumarkaðnum. Ríkið er stór vinnuveitandi og segja má að hæstv. fjármálaráðherra, sem hefur mikinn áhuga á hvötum, fari með húsbóndavaldið fyrir hönd ríkisins sem atvinnurekanda. Þá má til dæmis velta fyrir sér varðandi geðheilbrigðisstefnu sem nú liggur frá hæstv. heilbrigðisráðherra í velferðarnefnd, en þar er verið að fjalla um mikilvægi þess að ríkið gefi fólki með geðrænan vanda tækifæri til vinnu, bjóði upp á atvinnu sem hentar: Ætti ekki hæstv. fjármálaráðherra einmitt að beita sér fyrir því að ríkisstofnanir séu með sveigjanlega vinnu og framboð (Forseti hringir.) af vinnu þannig að þeir sem hafa einhverja starfsgetu fái vinnu? Það er vandamál fyrir fólk, að fá hlutastörf, sveigjanleg hlutastörf, (Forseti hringir.) sem henta veikindum þeirra.