145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[02:07]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er ástæða til að þakka forseta fyrir að hafa gert þeim ráðherrum viðvart um það. Það er þá bert að þeir treysta sér ekki til umræðunnar. Ef ráðherrar málaflokkanna treysta sér ekki til umræðunnar um sína eigin málaflokka er auðvitað ekkert tilefni til þess fyrir löggjafarvaldið Alþingi að halda umræðunni áfram. Hér er til umfjöllunar frumvarp framkvæmdarvaldsins um fjárlög fyrir næsta ár. Ef ráðherrar einstakra málaflokka framkvæmdarvaldsins vilja ekki koma hingað og standa fyrir máli sínu er engin ástæða til fyrir löggjafa sem ætlar að virða sjálfan sig einhvers að halda fundi hér áfram inn í nóttina. Þess vegna legg ég til að forseti fresti umræðunni og slíti fundinum og við tökum til við að ræða við ráðherrana í dagsbirtu, ef þeir skyldu vakna til umræðunnar í fyrramálið.