145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[02:45]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Hér voru bornar fram spurningar til forseta á forsetastóli fyrir nokkru síðan án mikils árangurs en nú bindum við vonir við að það er nýr forseti sestur í stólinn og ég vil inna hann eftir því hvenær hann hyggst ljúka þessum fundi. Það hefur verið vakin athygli á því að það hefjast fundir í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar klukkan 8.30 í fyrramálið. Þeir þingmenn sem hér eru á fundinum þurfa auðvitað að gera sínar ráðstafanir og skipuleggja sig. Ég árétta það að forseti upplýsi þingmenn um það hversu lengi ætlunin sé að halda þessum fundi áfram.