145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[02:46]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Helga Hjörvar og fara þess á leit við forseta að við fáum að vita hverjar ætlanir hans eru um fundarhöld hér áfram. Það er hægt að auðvelda skipulag þingstarfanna með því að upplýsa okkur um það hvort ætlunin er að taka eina ræðu í viðbót eða hvort forseti vill láta hér nótt sem nemur. Það er komið núna fram að þeim tíma þar sem fundum hefur verið hætt og það hefur verið gert í sjálfu sér í ágætum sameiginlegum skilningi þingmanna og forsetavaldsins með hvaða hætti fram hefur verið farið hér að næturlagi. Ég óska einfaldlega eftir yfirlýsingu forseta um áframhald þess sameiginlega skilnings.