145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:02]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eins og fyrr þessa vikuna árétta ég þá afstöðu að það sé sjálfsagt að ræða málin fram eftir kvöldi og til miðnættis en tel að það fari ekki vel á því að við séum í fjárlagaumræðu að nóttu til. Að því sögðu tel ég ekki ástæðu til þess að kalla eftir atkvæðagreiðslu um tillögu forseta, það liggur fyrir að það er vilji meiri hlutans, og samþykki hana.