145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:22]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hundleiðinleg umræða, segir hv. þm. Jón Gunnarsson. Hann er að talar um umræðu sem staðið hefur í á aðra viku sem hefur í raun og veru haft einn tilgang, hann er sá að sýna ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum fram á að verið er að svíkja aldraða og öryrkja um eðlilegar og sanngjarnar kjarabætur frá sama tíma og aðrir launþegar í landinu fá sína leiðréttingu. Það er umræða sem haft hefur það að markmiði að reyna að sýna þessum stjórnarmeirihluta fram á og fá hann til að taka sönsum varðandi það hvernig hann er að fara með velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið okkar, þjóðarspítalann. (Gripið fram í.)Þetta er það sem umræðan hefur gengið út á. Nú er þeim (Gripið fram í.) farið að leiðast. (Gripið fram í.)Nú vilja þeir friðinn. Nú er (Gripið fram í.) þetta bara orðið svo hundleiðinlegt vegna þess að sennilega er þetta byrjað (Gripið fram í.) að bíta. Almenningur (Gripið fram í.) er að gera sér grein fyrir því (Gripið fram í.)hvaða (Gripið fram í.)myrkraverk verið er að fremja hér (Forseti hringir.) í nafni fjárlaganna 2016.