145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:56]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kann því illa þegar logið er upp á mig, en það gerðist í máli hv. þm. Kristjáns Möllers. Hann veit það jafn vel og ég að ég var hér í þinghúsinu í allt gærkvöld, alveg þar til klukkan var 20 mínútur yfir þrjú í nótt. Ég ræddi meira að segja við þingmanninn, virðulegi forseti. Ég er ekki enn orðin gegnsæ, hann hlýtur að hafa séð mig, sérstaklega í ljósi þess að við áttum samtal hér á göngunum.

Það er ljótur pólitískur leikur, virðulegi forseti, að halda því fram að formaður fjárlaganefndar sé ekki til staðar í þessari umræðu þegar ég er það svo sannarlega. Þetta eru dylgjur. Þetta er lygi, virðulegi forseti, og undir þessu sit ég ekki. Það sýnir kannski hversu súrt málið er orðið í höndum stjórnarandstöðunnar, og þá ætla ég að undanskilja þingmenn Bjartrar framtíðar. Undir lygum sit ég ekki.