145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:30]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fjárlagafrumvarpið og þær breytingartillögur sem við greiðum hér atkvæði um einkennast einkum af því að hæstv. ríkisstjórn ætlar að halda öldruðum og öryrkjum á þeim kjörum sem verst eru í samfélaginu. Það er alvarlegur hlutur. Það á ekki að bæta upp fjölgun sjúklinga á Landspítalanum og gerð er aðför að Ríkisútvarpinu. En það sem er kannski athyglisverðast, herra forseti, er að í fyrsta skipti frá hruni er afkomubatinn minni á milli ára. Það er mjög athyglisvert við þetta frumvarp.