145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:31]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í atkvæðagreiðslu við fjárlagafrumvarp kemur pólitísk stefna fram. Hér erum við með óvenjulega harðsvíraða hægri ríkisstjórn sem sýnir óbilgirni gagnvart öldruðum og öryrkjum, sem sýnir skilnings- og alvöruleysi gagnvart Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi, sem sýnir hótanapólitík og aðför gegn Ríkisútvarpinu. Það liggur allt fyrir við þessa atkvæðagreiðslu í þessum fjárlögum hægri stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.