145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:33]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þessi fjárlög sýna glöggt og endurspegla á hversu hættulegri braut ríkisstjórnin er til ójöfnuðar í landinu því að þessi fjárlög eru ójafnaðarfjárlög. Þetta eru vond fjárlög fyrir aldraða og öryrkja. Þetta eru vond fjárlög fyrir Landspítalann okkar, þjóðarsjúkrahúsið okkar. Þetta eru vond fjárlög fyrir landsbyggðina og þetta eru vond fjárlög fyrir menntakerfið í landinu og heilbrigðiskerfið. Þetta eru vond fjárlög vegna þess að verið er að forgangsraða rangt í þeim til handa þeim efnameiri og ríku og auka þar með ójafnvægi í landinu. Ég sé það á svip sumra þingmanna hér að þeim líður ekki vel undir ræðu minni, en svona er bara hinn kaldi veruleiki. (Gripið fram í.) Þetta eru vond fjárlög. (Gripið fram í.)