145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:52]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Stjórnarandstaðan er í góðum tengslum við raunveruleikann. Við höfum staðið hér og talað fyrir kröfum Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands um kjaraleiðréttingar og kjaraþróun til samræmis við aðra samfélagshópa. Í dag ályktar miðstjórn ASÍ, stærstu samtaka launafólks á Íslandi, og harmar áherslur ríkisstjórnarinnar sem birtast í lækkun veiðigjalda og lækkun skatta á hátekjufólk á kostnað lífeyrisþega og stuðnings við lágtekjufólk. Stjórnendur Landspítalans hafa sent út neyðarkall og ekkert fengið til baka nema dónaskap.

Hæstv. forsætisráðherra verður að horfast í augu við það að stjórnarstefna hans leiðir til aukins ójöfnuðar þó svo að (Gripið fram í.) hann langi kannski að telja sér trú um að það sé með öðrum hætti.