145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:25]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að arður af Landsbanka verði rétt rúmir 7 milljarðar. Í fjáraukalögum 2014 reyndist arðurinn af Landsbanka vera rétt um 21 milljarður og í fjáraukalagafrumvarpinu sem við vorum að vinna með á dögunum er arðurinn tæpir 26 milljarðar. Það er því varlega áætlað að arðurinn á árinu 2016 verði 15 milljarðar. Reyndar höfum við upplýsingar um að hann verði líklega nær því að vera 30 milljarðar.