145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:30]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er gaman að sjá að tillögur okkar um tekjuöflun vekja slíkan ótta að hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra eru sendir á vettvang til að grafa undan trúverðugleika þeirra. Það sem eftir stendur, þegar kemur að álagningu veiðigjalda, eru einfaldar staðreyndir. Elstu menn í útgerðinni muna ekki jafn góða tíma og nú. Á sama tíma er búið að lækka veiðigjald niður í 5 milljarða á ári. Afkomubati útgerðarinnar, vegna olíuverðslækkunarinnar einnar, á þessu ári er metinn á 10 milljarða.

Það skiptir lykilmáli að góðar og stöndugar atvinnugreinar, sem fá aðgang að sameiginlegum auðlindum, greiði fyrir það sanngjarnt gjald í þjóðarþágu. Um það snýst réttlát tekjuöflun.