145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:32]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. 3 milljarða kr. hækkun á veiðigjaldi er hófleg. Það skiptir máli hvernig þessu gjaldi er skipt, hverjir eru að borga hvað, stóru útgerðirnar eða litlu. En það er staðreynd að þegar útgerðirnar sjálfar geta farið á Grænlandshaf og vilja borga 150 kr. fyrir kílóið af makríl, en ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ákveður að rukka 10 kr. fyrir kílóið þá er eitthvað að. Þá er ekki verið að setja rétta krónutölu, rétt gjald, á auðlindina. Þessu þurfum við að taka mark á. Við í Bjartri framtíð teljum að við þurfum að nota markaðslausnir til að ákveða þetta gjald til þjóðarinnar úr því að stjórnmálamenn og embættismenn verða alltaf skrefinu á eftir að finna út hvert rétt gjald er.