145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:40]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Alveg eins og kom fram í máli hv. þm. Ögmundar Jónassonar liggur fyrir að ef við lækkum útvarpsgjaldið, þá muni útvarpið standa fyrir því óþarfaverki að segja upp fjölda starfsmanna hjá RÚV, stofnunin verði veikt til muna og við skulum ekki gleyma því að ítrekað hefur komið fram hér hjá valdamiklum þingmönnum og ráðherrum að þeim hugnist ekki fréttaflutningur RÚV. Maður hlýtur að spyrja hvort þessi niðurskurður sem engin köllun er eftir í samfélaginu, ekki nokkur — ég hef ekki heyrt einn einasta mann kalla eftir því að útvarpsgjaldið verði lækkað. Það er engin þörf á þessari lækkun og þetta er í hrópandi ósamræmi við þá stefnu til dæmis Sjálfstæðisflokksins að RÚV fari af auglýsingamarkaði. Ekki er bæði sleppt og haldið, hæstv. fjármálaráðherra. Ég segi já.