145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:43]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Svo því sé kirfilega haldið til haga segir þingmaðurinn já.

Ég hef miklar áhyggjur af því að hola eigi Ríkisútvarpið að innan. Það skiptir mjög miklu máli að við eigum þessa stofnun, óháða fréttastofu eða að minnsta kosti fréttastofu þar sem eignarhaldið er ljóst. Það er hjá þjóðinni. Mér finnst það bara algert grundvallaratriði í lýðræðisríki að við stöndum vörð um fréttaflutning, heimildaþáttagerð og gagnrýni sem fer fram hjá öllum opinberum sjónvarpsstöðvum eins og á Norðurlöndunum. Hún þarf að fara fram hjá RÚV og auðvitað sækja að manni þær hugsanir að hér séu einhverjar annarlegar hvatir að baki þegar endalaust er verið að hnýta í þessa stofnun og lækka til hennar fjárframlög.