145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:46]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með.

Mér þykir ekki á nokkurn hátt ásættanlegt eða eðlilegt hvernig stjórnmálamenn á Íslandi leyfa sér að tala um Ríkisútvarpið, hvernig þeir leyfa sér að tala um að fréttaflutningur sé þeim ekki að skapi. Mér þykir það fráleitt, mér þykir það hneyksli og ég held að ein ástæðan fyrir því að fólk á einhvern hátt sættir sig við það sé að það er orðið vant því, sem eru aðrar slæmar fréttir og jafnvel enn hörmulegri. Ég segi já.